Fræðsla

Starfsfólk er hvatt til þess að sækja sér fræðslu og endurmenntun til að byggja upp og viðhalda þekkingu og færni.

Vellíðan á vinnustað er í hávegum höfð og hlúð vel að starfsmönnum

Þekking og færni starfsmanna skiptir okkur máli

Fræðsla, endurmenntun og reglubundin þjálfun er hluti af daglegum störfum starfsmanna. Skipulögð þjálfun og fræðsla fer fram hjá sjóðnum allt árið um kring. Haldnir eru reglulegir fyrirlestrar með það að markmiði að byggja upp þekkingu og færni starfsmanna, í samræmi við stefnu okkar og gildi. Fræðslustarf sjóðsins skiptist annars vegar í sérhæfða endurmenntun og hins vegar í almenna fræðslu.

Fræðsla og starfsþróun

Metnaður og vandvirk vinnubrögð skipta okkur máli

Fræðslustundir námu 1387 klukkustundum árið 2022 og jafngildir það því að allir starfsmenn sjóðsins hafi að meðaltali hlotið 53 klukkustundir í þjálfun á árinu. Um 25% af fræðslustundum ársins eru vegna endurmenntunar, starfs- og síþjálfunar sem starfsmenn þurfa á að halda til að viðhalda réttindum og hæfni til að sinna störfum sínum. Um er að ræða starfsmenn sem eru að viðhalda réttindum í löggiltri endurskoðun, sem viðurkenndir bókarar og að styrkja þekkingargrunn sinn til eigna- og áhættustýringar. Starfsmenn annarra sviða og deilda sækja einnig námskeið og fræðslufundi ásamt því að eiga kost á að stunda háskólanám samhliða starfi sínu.

Þróun fræðslu starfsfólks á árunum 2020-2022 ásamt fræðslumarkmiði sjóðsins fyrir árið 2025

Heildarfjöldi fræðslustunda

Fræðslustundir að meðaltali á hvern starfsmann

Árlegt starfsmannasamtal er hluti af starfsþróun hvers starfsmanns. Samtalið gefur starfsmanni og stjórnanda færi á að ræða verkefni, líðan, vinnuaðstöðu, það sem betur má fara og aðgerðir til úrbóta. Starfsmannasamtalið er jafnframt tæki starfsmanns til að hafa áhrif á eigið starf, hæfni, starfsþróun og fræðslu. Áhersla á samvinnu og góð samskipti starfsmanna og stjórnenda er mikil og hafa starfsmenn ávallt tækifæri til að ræða við stjórnendur utan hefðbundinna starfsmannasamtala.