Ársskýrsla Birtu er nú gefin út í fjórða sinn samkvæmt GRI, alþjóðlegum grunnstöðlum um skýrslugjöf.
Þessi ársskýrsla gildir fyrir almanaksárið 2022 og nær yfir alla starfsemi Birtu lífeyrissjóðs en skýrslan mun verða gefin út árlega.
Með því að birta ársskýrslu samkvæmt þeim viðmiðum er sjóðurinn að gefa dýpri mynd af starfseminni og áhrifum sjóðsins á samfélagið. Í GRI efnisyfirliti má sjá helstu markmið og mælikvarða flokkuð með tilvísun í GRI mælikvarða.
Ársskýrslan er eingöngu á rafrænu formi, en hægt er að prenta út einstaka hluta hennar eða skýrsluna í heild.
Ábyrgðarmaður: Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri.