Við höfum sett okkur þjónustustefnu sem við vinnum eftir.
Við leggjum áherslu á að veita sjóðfélögum framúrskarandi þjónustu. Starfsfólk okkar býr yfir sérfræðiþekkingu hvert á sínu sviði og leggur mikið upp úr því að veita sjóðfélögum faglega, gagnlega og góða leiðsögn.
Þjónustustig sjóðsins er hátt og þjónustan á skrifstofu sjóðsins fær hæstu einkunn sjóðfélaga. Að baki þess árangurs liggur markviss vinna og fræðsla til starfsmanna um að veita framúrskarandi þjónustu, sama hvort hún er veitt á skrifstofu sjóðsins eða með rafrænum lausnum. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á notendavænar rafrænar lausnir sem sjóðfélagar geta nýtt sér þegar þeir sækja upplýsingar um stöðu sína hjá sjóðnum, sækja um lífeyri, séreignarsparnað eða lán.
Á árinu höfum við unnið að þróun og uppsetningu viðskiptamannakerfis er snýr að viðskiptatengslum okkar og sjóðfélaga okkar. Um er að ræða aðferðarfræði við að byggja upp og auka virði viðskiptasambands fyrir báða aðila með því að bæta ferli í þjónustu og markaðssetningu. Í kerfinu höldum við utan um öll samskipti við fyrrverandi, núverandi og verðandi sjóðfélaga okkar og viðskiptavini. Kerfið verður komið í fulla virkni á árinu 2023.
Um 440 sjóðfélagar heimsóttu skirfstofu Birtu á árinu, en fjölmargir sjóðfélagar nýttu sér rafræna þjónustu, höfðu samband símleiðis eða með tölvupóstsamskiptum.
Til að þjónusta sjóðfélaga sem best er stöðugt unnið að endurbótum á vefsíðunni, birta.is.