Ánægja og vellíðan starfsfólks okkar eru undirstaða þeirrar góðu og gagnlegu þjónustu sem við viljum að sjóðfélagar og aðrir upplifi í samskiptum sínum við sjóðinn.
Við búum yfir einstökum mannauði, hæfu og reynslumiklu starfsfólki sem leggur sig allt fram í sínum störfum og er samvinna mikilvæg innan og á milli allra deilda sjóðsins. Sjóðurinn leggur áherslu á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, vellíðan starfsfólks, fræðslu, þjálfun og jákvæðan starfsanda.
Upplýsingagjöf til starfsmanna skiptir miklu máli og eru starfsmannafundir haldnir reglulega til upplýsinga og samtals. Uppbyggjandi og fræðandi fyrirlestrar eru reglulega í boði fyrir starfsfólk. Ánægjukannanir eru framkvæmdar reglulega meðal starfsfólks og niðurstöður þeirra rýndar og ræddar. Leitað er leiða til úrbóta ef upp á vantar.
Starfsmannafélag Birtu stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi og skipuleggur viðburði fyrir starfsfólk, sem dæmi má nefna árshátíð, jólaveislu, óvissuferðir, gönguferðir og keilukvöld. Öllum starfsmönnum býðst aðild að starfsmannafélagi Birtu.
Lista yfir starfsfólk Birtu má finna á vef sjóðsins.