Í ársbyrjun 2022 tóku gildi breyttar og endurskoðaðar lánareglur en aðalbreytingin var sú að opnað var aftur fyrir umsóknir um óverðtryggð lán sem hafði verið lokað fyrir síðan í ágúst 2020.
Hámarks veðsetningarhlutfall er 65% af fasteignamati eða kaupverði í fasteignaviðskiptum nema þegar um fyrstu kaup sjóðfélaga er að ræða en þá er veðhlutfallið 75%. Hámarkslánsfjárhæðin eru 65 milljónir króna.
Hægt er að velja milli þriggja lánategunda:
- Verðtryggð lán með föstum vöxtum
- Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum
- Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum
Með lánareiknivél á heimasíðu sjóðsins er hægt að kynna sér hvaða tegund lána og samsetning hentar best. Allar lánategundir eru í boði með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum og lánstíminn getur verið á bilinu 5 – 40 ár.
Eftir mikinn samdrátt á veittum fasteignalánum á milli áranna 2020 og 2021 varð aukning í veittum lánum á árinu 2022.
Heildarfjárhæð sjóðfélagalána heldur þó áfram að lækka milli ára en mikið var um uppgreiðslur lána á árinu.