Rekstur sjóðsins

Heildar skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Birtu lífeyrissjóðs nam 854 milljónum króna á árinu 2022 en árið 2021 nam hann 838 milljónum króna. Rekstrarkostnaður sjóðsins lækkaði á föstu verðlagi um 6,77% á milli ára.

Sjóðurinn dregur úr kostnaði

Markvisst er dregið úr kostnaði þar sem hægt er til að hagræða í rekstri og áhersla lögð á kostnaðarárvekni alls starfsfólks.

Rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu hreinnar eignar til greiðslu lífeyris lækkaði milli ára og var 0,14% á árinu 2022 en 0,15% á árinu 2021. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum var 3,94% á árinu 2022 en 4,17% árið áður. Frá stofnun Birtu lífeyrissjóðs í lok árs 2016 hefur hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu hreinnar eignar til greiðslu lífeyris lækkað úr 0,22% í 0,14%. Sjóðurinn hefur markvisst dregið úr kostnaði þar sem hægt er og eru samlegðaráhrif þess að sameina forvera Birtu lífeyrissjóðs komin fram.

Í skýringu 7 í ársreikningi má sjá sundurliðun á skrifstofu- og stjórnunarkostnaði sjóðsins.

Rekstrarkostnaður

meðalstaða eigna

Árið 2022

Árið 2021

Rekstrarkostnaður 2022

milljónir

Laun, launatengd gjöld og annar kostnaður

Aðkeypt tölvuþjónusta árið 2022 nam 9.777 milljónir króna en var 5.285 milljónir króna árið á undan. Kostnaður við rekstur upplýsingakerfa nam 165.114 milljónum króna á árinu 2022 en var 146.909 árið 2021. Fjárfest var í auknu öryggi sem er mikilvægt í sívaxandi ógn við net- og gagnaöryggi í upplýsingatækniumhverfi sjóðsins. Sjóðurinn mun halda áfram á þeirri vegferð að gæta vel að upplýsingatækniöryggi í framtíðinni af árvekni og skynsemi ásamt því að upplýsa og þjálfa starfsfólk til að greina hættur og bregðast rétt við þeim þegar ógn steðjar að.

Gjöld til umboðsmanns skuldara jukust um 5,72%, eftirlitsgjöld til Fjármálaeftirlitsins jukust um 2,6% á milli ára og greiðslur til Landssamtaka lífeyrissjóða jukust um 6%.

Fjöldi stöðugilda á árinu var 26,9 og nam heildarfjárhæð launa 499 millj. kr., þar af voru launatengd gjöld 92 millj. kr. samanborið við 506 millj. kr. á árinu 2021 en þar af voru launatengd gjöld 93,7 millj. kr.

Annar rekstrarkostnaður nam 118.006 milljónum króna á árinu 2022 samanborið við 117.582 milljónir króna árið 2021 og jókst því um 0,36%.