Iðgjöld

Skyldusparnaður leggur grunn að lífinu eftir starfslok og tryggir ævilangan lífeyri og áfallalífeyri. Skylduiðgjald er lögbundið lágmark sem greiða skal í lífeyrissjóð. Það er nú 15,5% og skiptist í 4% eigið framlag launafólks og 11,5% framlag launagreiðanda.

Þróun fjölda sjóðfélaga og iðgjaldagreiðslur samtryggingardeildar

Launamenn, atvinnurekendur og þeir sem stunda sjálfstæða starfsemi skulu greiða iðgjöld í lífeyrissjóð frá 16 ára til 70 ára aldurs. Aðild að Birtu lífeyrissjóði byggist á ákvæðum kjarasamninga stéttarfélaga, aðild fyrirtækja eða á almennum forsendum. Í sjóðnum eru launamenn sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum og/eða byggja starfskjör sín á kjarasamningum stéttarfélaga. Þeim er líka heimil aðild sem hvorki eru bundnir kjarasamningum tengdra stéttarfélaga né njóta ráðningarbundinna starfskjara sem byggð eru á kjarasamningum en óska eigi að síður eftir aðild að sjóðnum.

Í árslok 2022 áttu 101.178 manns réttindi í samtryggingardeild Birtu lífeyrissjóðs. Á árinu 2022 greiddu 18.748 iðgjald til samtryggingardeildar en 18.192 árið 2022. Virkir sjóðfélagar voru 16.462, það er að segja þeir sem greiddu að jafnaði iðgjöld til sjóðsins með reglubundnum hætti í mánuði hverjum. Alls greiddu 6.449 launagreiðendur iðgjöld og námu iðgjaldagreiðslur til samtryggingardeildar 19.836 milljónum króna að meðtöldum réttindaflutningi og endurgreiðslum. Framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði nam 191.817 milljónum króna á árinu.

Fjöldi greiðandi sjóðfélaga
2022
2021
Fjöldi virkra sjóðfélaga
2022
2021

Iðgjaldagreiðslur til séreignardeildar og tilgreindrar séreignardeildar

Á árinu 2022 námu iðgjaldagreiðslur til séreignardeildar, fyrir réttindaflutninga og endurgreiðslur, 985 milljónum króna. Það er 9,3% aukning frá fyrra ári. Iðgjaldagreiðslur til tilgreindrar séreignardeildar, fyrir réttindaflutninga og endurgreiðslur, námu 542 milljónum króna á árinu 2022.

Fjöldi rétthafa í séreignardeild
2022
2021
Virkir rétthafar í séreignardeild
2022
2021
Skipting iðgjalda
eftir atvinnugreinum
Sérhæfð byggingarstarfsemi14,20%
Bygging húsnæðis, þróun bygginga10,31%
Sala, viðgerðir og viðhald á vélum5,96%
Opinber stjórnsýsla5,02%
Framleiðsla á málmvörum5,01%
Heildverslun4,70%
Rafmagns-, gas- og hitaveitur4,25%
Smásöluverslun4,23%
Veitingasala og þjónusta3,89%
Matvælaframleiðsla2,94%
Starfsemi arkitekta og verkfræðinga2,80%
Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum2,69%
Framleiðsla málma2,43%
Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni2,43%
Rekstur gististaða1,79%
Annað27,35%
20 stærstu greiðendur
til Birtu lífeyrissjóðs
Ríkissjóður Íslands
Marel Iceland
Rarik ohf.
Ístak hf.
Atvinnuleysistryggingasjóður
Samskip hf.
Kaupfélag Skagfirðinga
Landsvirkjun
Veitur ohf.
GR Verk ehf.
Fæðingarorlofssjóður
Brimborg ehf.
Eykt ehf.
BERJAYA Hótel
N1 ehf.
Norðurál
Securitas hf.
Samkaup hf.
Íslensk verkmiðlun ehf.
Rafal ehf.